18.6.09
Sumar
Hæ allir saman!
Mamma var að setja inn nýjar og skemmtilegar myndir. Endilega að kíkja á þær og kvitta síðan í gestabókina. Ef þið hafið ekki aðganginn sendið þá póst á mömmu á helgarun hjá gmail.com.
Ég er orðinn svo duglegur að tala og finnst gaman að spá og spekulera um lífið og tilveruna, hérna eru nokkur dæmi um það sem ég hef verið að segja eftir að ég varð 3 ára:
Mamma að taka myndir af Hlyni:
Vittu kaka mynd meira? Afhverju ekki ég / þú kaka mynd? (Ef foreldrarnir eru ekki á sömu skoðun um hann þá er spurt afhverju hann megi ekki gera hitt og þetta.)
Vittu raka mér, ég með skegg, ég verð að raka mér.
Ég get alveg sjálfur. Ég er að klæða úr. Núna ídarrabussur (íþróttaálfsbuxur). Þær rosalega flottar. Þetti passar.
Hlynur: Pabbi, má ég lita símanum?
Pabbi: Nei ekki núna, pabbi er að nota símann.
Hlynur: Vittu segja já pabbi?
Pabbi: Nei því miður pabbi er að nota símann.
Hlynur: Mamma, vittu segja já við pabba?
Rúna vinkona er svo skemmtileg stelpa, hún er vinkona mín. Mamma hennar er líka vinkona þín.
Hver er að læra mamma í dag?
Maximús kús kús (Maximús Músikus)
Mamma þú ert ekki með skegg, þú er lítil eins og ég
Hlynur að kúra einn morguninn. Pabbi, ég heiti Hlynur Freysson og mamma á mig en líka þú.
Penninn virkar ekki Nanna. Hann er batteríslaus!
Mamma, ég elska þér, þú ert besti vinurinn minn!
kveðja, ykkar vinur Hlynur
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hæ hó! Yndislegir gullmolar, algjör snillingur þessi drengur! Knús á ykkur xoxo
Post a Comment