Lilypie Kids Birthday tickers

8.3.10

Margt skemmtilegt að gerast


Sæl öll

Í febrúar og mars er sko búið að vera margt skemmtilegt að gerast. Í febrúar var bolludagurinn, og þá var ég ofsalega duglegur að hjálpa pabba við að baka sænskar bolludagsbollur sem heita Semlor. Mér fannst þær mjög góðar. Ég fór í bollukaffi til Trausta frænda og það var mjög skemmtilegt. Á öskudaginn valdi ég að vera konugssonur og bjó mér til rosalega flottan búning sjálfur á Mýri.

Í mars fór ég í heimsókn í Latabæ. Ég var ekkert smá spenntur. Ég fékk að skoða allt dótið sem er notað til að gera þættina og ég var ekkert smá glaður að fá að fara inní loftskipið sem Íþróttaálfurinn á. Síðan hitti ég Íþróttaálfinn sjálfan sem var auðvitað alveg hrikalega skemmtilegt og spennandi.

Mamma er búin að setja inn myndir af þessu öllu saman hérna til hliðar. Ef þú veist ekki lykilorðið þá skaltu senda henni póst á helgarun hjá gmail.com.

Kveðja, Hlynur.

No comments: