Lilypie Kids Birthday tickers

8.3.10

Margt skemmtilegt að gerast


Sæl öll

Í febrúar og mars er sko búið að vera margt skemmtilegt að gerast. Í febrúar var bolludagurinn, og þá var ég ofsalega duglegur að hjálpa pabba við að baka sænskar bolludagsbollur sem heita Semlor. Mér fannst þær mjög góðar. Ég fór í bollukaffi til Trausta frænda og það var mjög skemmtilegt. Á öskudaginn valdi ég að vera konugssonur og bjó mér til rosalega flottan búning sjálfur á Mýri.

Í mars fór ég í heimsókn í Latabæ. Ég var ekkert smá spenntur. Ég fékk að skoða allt dótið sem er notað til að gera þættina og ég var ekkert smá glaður að fá að fara inní loftskipið sem Íþróttaálfurinn á. Síðan hitti ég Íþróttaálfinn sjálfan sem var auðvitað alveg hrikalega skemmtilegt og spennandi.

Mamma er búin að setja inn myndir af þessu öllu saman hérna til hliðar. Ef þú veist ekki lykilorðið þá skaltu senda henni póst á helgarun hjá gmail.com.

Kveðja, Hlynur.

13.2.10

Nýtt ár


Sæl öll

Nú er ég aldeilis orðinn stór og duglegur strákur enda orðinn 3 ára og 9 mánaða gamall. Sum sé farið að styttast í að ég verði 4 ára. Ég þroskast hratt og er svo duglegur að tala og leika mér. Íþróttaálfurinn er ennþá í miklu uppáhaldi en ég er líka farinn að hafa mikinn áhuga á sjóræningjum, sverðum, riddurum og slíku. Öskudagurinn er framundan og þá er ég búinn að ákveða að vera konungssonur og er búinn að búa mér til skykkju, belti, kórónu og sverð.

Mamma er búin að setja inn myndir frá seinni hluta ársins 2009. Þar er að finna margar góðar myndir þar sem ég var duglegur að fara í ferðalög, fara í húsdýragarðinn og fara í Latabæjarhlaupið. Einnig eru myndir frá jólum, áramótum. Ef þú veist ekki lykilorðið þá skaltu senda póst á mömmu á helgarun hjá gmail.com

En hafið það sem allra best og kvittið endilega í gestabókina hérna til hliðar,

ykkar vinur Hlynur

18.6.09

Sumar


Hæ allir saman!

Mamma var að setja inn nýjar og skemmtilegar myndir. Endilega að kíkja á þær og kvitta síðan í gestabókina. Ef þið hafið ekki aðganginn sendið þá póst á mömmu á helgarun hjá gmail.com.

Ég er orðinn svo duglegur að tala og finnst gaman að spá og spekulera um lífið og tilveruna, hérna eru nokkur dæmi um það sem ég hef verið að segja eftir að ég varð 3 ára:

Mamma að taka myndir af Hlyni:
Vittu kaka mynd meira? Afhverju ekki ég / þú kaka mynd? (Ef foreldrarnir eru ekki á sömu skoðun um hann þá er spurt afhverju hann megi ekki gera hitt og þetta.)

Vittu raka mér, ég með skegg, ég verð að raka mér.

Ég get alveg sjálfur. Ég er að klæða úr. Núna ídarrabussur (íþróttaálfsbuxur). Þær rosalega flottar. Þetti passar.

Hlynur: Pabbi, má ég lita símanum?
Pabbi: Nei ekki núna, pabbi er að nota símann.
Hlynur: Vittu segja já pabbi?
Pabbi: Nei því miður pabbi er að nota símann.
Hlynur: Mamma, vittu segja já við pabba?

Rúna vinkona er svo skemmtileg stelpa, hún er vinkona mín. Mamma hennar er líka vinkona þín.

Hver er að læra mamma í dag?

Maximús kús kús (Maximús Músikus)

Mamma þú ert ekki með skegg, þú er lítil eins og ég

Hlynur að kúra einn morguninn. Pabbi, ég heiti Hlynur Freysson og mamma á mig en líka þú.

Penninn virkar ekki Nanna. Hann er batteríslaus!

Mamma, ég elska þér, þú ert besti vinurinn minn!

kveðja, ykkar vinur Hlynur