Lilypie Kids Birthday tickers

24.8.06

Um mig: Hæð, þyngd og fleira.


Fæðing:
-Ég kom í heiminn 26. apríl 2006 kl 01:03 á LSH í Reykjavík.
-Ég vó 4185 gr (17 merkur) og var 54 cm á lengd.
-Þegar ég fæddist var hárið mitt rauðleitt og augun blá.
-Fæðingin var töluvert erfið fyrir mömmuna mína og var ég tekinn með keisaraskurði eftir 24 klst baráttu. Ég var á vökudeildinni í nokkrar klst áður en ég og mamma vorum lögð inn á sængurkvennadeildina þar sem við vorum fyrstu 5 daga lífs míns.

Hæð og þyngd:
-Fæðing 4185 gr og 54 cm. Ummál höfuðs: 37
-2ja vikna 4390 gr. UH: 38
-3ja vikna 4650 gr. UH: 39
-1 mánaða 4950 gr. UH: 40
-6 vikna 5715 gr og 59 cm. UH: 40,5
-9 vikna 7160 gr og 62 cm. UH: 42
-3 mánaða 7895 gr og 64 cm. UH: 43,3
-5 mánaða 9650 gr og 69 cm. UH: 45,8
-6 mánaða 10260 gr og 70,5 cm. UH: 46,8
-8 mánaða 11085 gr og 74 cm. UH: 48,5

Skírn:
-Ég var skírður 1. júlí 2006 í Dómkirkjunni í Rvk og hélt langamma Auður á mér undir skírn
-Presturinn heitir Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir
-Skírnarvottar voru Signý Sigurþórsdóttir, æskuvinkona pabba, og Trausti Jónsson, guðfaðir mömmu s.s. "guðafi" minn.
-Í skírnargjöf fékk ég svakalega mikið af fallegum gjöfum, takk kærlega fyrir mig.

Ýmislegt:
-Fyrsta sinn út í vagn: 2 vikna
-Fyrsta brosið: 3 vikna
-Fyrsta hjalið: 4 vikna
-Fyrsti hláturinn: 12 vikna
-Heldur höfði: 5 vikna
-Lyftir sér upp á olnbogana: 6 vikna
-Veltir sér á magann: 12 vikna
-Veltir sér á bakið: 13 vikna
-Veltir sér heilan hring: 15 vikna
-Færir hluti milli handanna: 16 vikna
-Ýtir sér í hring á maganum með höndum: 19 vikna
-Bakkar: 20 vikna
-Ýtir sér áfram: 20 vikna
-Fer upp á 4 fætur sjálfur: 29 vikna
-Stendur upp sjálfur: 7 mánaða og 9 daga
-Skríður: 7 mánaða og 18 daga

Tanntaka:
-Fyrsta tönnin fannst 8. október 2006, þá var ég tæplega 22 vikna, hún fannst í neðri góm.
-2. tönnin fannst 15. október 2006.

Matur:
-Ég fékk graut í fyrsta skipti þegar ég var 5 mánaða.
-6 mánaða er uppáhaldsmaturinn minn banani

1 comment:

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.