Lilypie Kids Birthday tickers

14.11.06

Halló allir !

Ég segi nú bara allt mjög gott þessa dagana. Ég er á fullu að æfa mig í að skríða og fer upp á fjórar fætur og rugga á fullu, svo er ég að fatta hvernig ég get komist áfram en dett um leið og ég hreyfi mig mikið. Ég er líka farinn að geta setið alveg sjálfur og er alveg svakalega montinn með mig. Tennurnar eru komnar vel upp en það bólar ekki á fleirum í bili. Mér finnst svakalega gott að borða og mamma er dugleg að lofa mér að smakka nýjar tegundir, banani er samt alveg uppáhaldsmaturinn minn ennþá.

Ungbarnasundið gengur vel en ég var ekkert sérstaklega hrifinn af því að fara í kaf. Varð eiginlega bara ofsalega móðgaður út í kennarann og líst ekkert á það þegar hann ætlar að taka mig til að sýna mér hvernig ég á að gera hlutina. En það lagast nú fljótlega. Ég er auðvitað orðinn doldið gamall og þá er aðeins erfiðara að fara í kaf en alveg í lagi samt. Ætla að prófa það aftur í dag og þá ætlar mamma að prófa að setja mig í kaf. Ég elska að busla og vera lítill andarungi (fyrir utan að fara í kaf) =)

Annars er bara allt gott að frétta af mömmu og pabba. Mamma ætlar að halda áfram að vera heima hjá mér en er farin að huga að dagvistun fyrir mig, sækja um á leikskóla og svoleiðis. Pabbi er að athuga með vinnur og fer örugglega að vinna í þessum mánuði, mér finnst það nú ekkert skemmtileg, svo kósý að hafa pabba heima. Ég er að reyna að vera duglegri að sofa meira á nóttunni, held að mamma sé orðin svoldið þreytt á að vakna svona mikið á nóttunni.

Það eru komnar inn nýjar myndir frá nóvember. Sendið póst á mömmu á helgarun hjá gmail.com ef þið vitið ekki lykilorðið.

Bless í bili, knús

Hlynur

2 comments:

Karen Áslaug said...

Hæ! Vildi bara minna ykkur á að ég fylgist með :) I'm watching you tíhí. Gott að heyra að Hlynur er hress, æðislegar nýju myndirnar. Kúrumyndin hjá pabba sínum alveg sæt :)

Anonymous said...

Hæjh sætasti :**
jámm bara ætlaði að tékka þetta ;)
hvað er lykilorðið á myndirnar :/
-nanna .. bestasta og yndislegasta og fallegasta frænkan í heiminum ;) hehe .. mí bí egó