Lilypie Kids Birthday tickers

20.8.07

Um mig: Hæð, þyngd og fleira.

Fæðing:
-Ég kom í heiminn 26. apríl 2006 kl 01:03 á LSH í Reykjavík.
-Ég vó 4185 gr (17 merkur) og var 54 cm á lengd.
-Þegar ég fæddist var hárið mitt rauðleitt og augun blá.
-Fæðingin var töluvert erfið fyrir mömmuna mína og var ég tekinn með keisaraskurði eftir 24 klst baráttu. Ég var á vökudeildinni í nokkrar klst áður en ég og mamma vorum lögð inn á sængurkvennadeildina þar sem við vorum fyrstu 5 daga lífs míns.

Hæð og þyngd:
-Fæðing 4185 gr og 54 cm. Ummál höfuðs: 37
-2ja vikna 4390 gr. UH: 38
-3ja vikna 4650 gr. UH: 39
-1 mánaða 4950 gr. UH: 40
-6 vikna 5715 gr og 59 cm. UH: 40,5
-9 vikna 7160 gr og 62 cm. UH: 42
-3 mánaða 7895 gr og 64 cm. UH: 43,3
-5 mánaða 9650 gr og 69 cm. UH: 45,8
-6 mánaða 10260 gr og 70,5 cm. UH: 46,8
-8 mánaða 11085 gr og 74 cm. UH: 48,5
-10 mánaða 11340 gr og 76,5 cm. UH: 49
-12 mánaða 11830 gr og 77,5 cm. UH: 49,5
-18 mánaða 13110 gr og 82 cm. UH: 51
-4 ára 17500 gr og 103 cm.

Skírn:
-Ég var skírður 1. júlí 2006 í Dómkirkjunni í Rvk og hélt langamma Auður á mér undir skírn
-Presturinn heitir Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir
-Skírnarvottar voru Signý Sigurþórsdóttir, æskuvinkona pabba, og Trausti Jónsson, guðfaðir mömmu s.s. "guðafi" minn.
-Í skírnargjöf fékk ég svakalega mikið af fallegum gjöfum, takk kærlega fyrir mig.

Ýmislegt:
-Fyrsta sinn út í vagn: 2 vikna
-Fyrsta brosið: 3 vikna
-Fyrsta hjalið: 4 vikna
-Fyrsti hláturinn: 12 vikna
-Heldur höfði: 5 vikna
-Lyftir sér upp á olnbogana: 6 vikna
-Veltir sér á magann: 12 vikna
-Veltir sér á bakið: 13 vikna
-Veltir sér heilan hring: 15 vikna
-Færir hluti milli handanna: 16 vikna
-Ýtir sér í hring á maganum með höndum: 19 vikna
-Bakkar: 20 vikna
-Ýtir sér áfram: 20 vikna
-Fer upp á 4 fætur sjálfur: 29 vikna
-Byraði í ungbarnasundi: 5 mánaða.
-Stendur upp sjálfur: 7 mánaða og 9 daga
-Skríður: 7 mánaða og 18 daga
-Gengur með: 8 mánaða
-Klappar saman lófunum: 8 mánaða og 17 daga
-Vinkar: 8 mánaða og 27 daga
-Sest upp án aðstoðar: 9 mánaða
-Stendur óstuddur og sest niður: 9 mánaða og 1 dags
-Sleppir sér og stendur sjálfur: 9 mánaða og 12 daga
-Lyftir höndum þegar hann "er stór": 9 mánaða og 7 daga
-Tekur fyrstu skrefin: 10 mánaða
-Gengur óstuddur: 11 mánaða
-Stendur upp óstuddur: 1 árs og 20 daga
-Talar í síma: 1 árs og 3 mánaða.
-Gengur upp tröppur með aðstoð: 20. mánaða

-Hætti að nota snuð: 3 ára og 10 mánaða
-Hætti að nota bleiu á daginn: 3 ára og 8 mánaða
-Hætti að nota bleiu á nóttunni: tæplega 4 ára.

-Þekkir og skrifar stafinn sinn rúmlega 3 ára og 9 mánaða.

-Fór fyrst í pössun: 5 vikna
-Fór fyrst í barnagæslu: 8 mánaða og 22 daga
-Fór fyrst í næturpössun: 10 mánaða og 12 daga
-Byrjaði á leikskólanum Sólgarði: 1 árs og 26 daga. Deildin heitir Putaland.
-Byrjaði á leikskólanum Mýri 2 ára og 4 mánaða. Byrjaði þá á Flugumýri. Færðist upp ári seinna á Kríumýri.

-Fyrsta orðið var datt og þá meinti ég datt, þá var ég 11 mánaða.
-Helstu orð þegar ég er 16 mánaða: Mamma, dada, Nanna, amma, minna (þýðir meira), hló hló (þýðir halló) og svo fullt af hlynsku sem fæstir skilja.
-Helstu orð þegar ég er 21. mánaða: Hlynu, bauð (brauð), epli, banani, lós (ljós), duttana (puttarnir), dædda (tærnar), auju (augu), eyju (eyru), munnuni, háið, beddi (nebbi), bóm (blóm), dúbbani (Stubbarnir), dida (sitja), botti (bolti), mími (sími), jóki (mjólk) og nammi namm (matur).

-Uppáhaldsleikföng þegar ég er 16 mánaða: Símar og aftur símar, ryksugan og svo símar.
-Þegar ég er 21. mánaða: Ennþá símar, bíllinn minn, kubbar og litir.
-Tók fyrst þátt í Latabæjarhlaupinu 2008 og sá þá í fyrsta skipti íþróttaálfinn leika listir sínar. Hefur síðan þá haft mikinn áhuga á að standa á höndum og gerar hinar ýmsustu íþróttaæfingar. Tók aftur þátt í Latabæjarhlaupi 2009.
-4 ára er ÍÁ ennþá uppáhaldshetjan en einnig byrjaður að hafa mikinn áhuga á sjóræningjum og sverðum. Útbýr Latabæjar loftskip og skutlu úr grjónapúða og stýri ásamt að stilla upp stóli og snúa hlaupahjóli á hvolf.

-Er mjög hrifinn af Playmo 4 ára.

Tanntaka:
-Fyrsta tönnin fannst 8. október 2006, þá var ég tæplega 22 vikna, hún fannst í neðri góm.
-2. tönnin fannst í neðri góm 15. október 2006.
-3. tönnin fannst í efri góm 27. janúar 2007
-4. tönnin fannst í neðri góm 9. febrúar 2007
-5. tönnin fannst í neðri góm 26. febrúar 2007.
-6. tönnin fannst í efri góm 5. mars 2007.
-7. tönnin fannst í efri góm 9. mars 2007.
-8. tönnin fannst í neðri góm 1. apríl 2007.

-Fyrsti jaxlinn: 14 mánaða og 15 daga.
-2. jaxlinn: 15 mánaða.
-3. jaxlinn: 15 mánaða og 13 daga.
-4. jaxlinn: Kominn hálfur 20. mánaða.

Flestar barnatennur komnar 21. mánaða

Matur:
-Ég var á brjósti til 12 mánaða aldurs.
-Ég fékk graut í fyrsta skipti þegar ég var 5 mánaða.
-Ég byrjaði að borða fasta fæðu um 7 mánaða.
-Ég borða sjálfur tæplega 16 mánaða.

-6 mánaða er uppáhaldsmaturinn minn banani
-12 mánaða er uppáhaldsmaturinn ávextir, cheerios og rúsínur
-20. mánaða er ég nú svolítill gikkur en mér finnst plokkfiskur, slátur og kjötfarsbollur góðar. Mér finnst brauð og flatkökur með osti rosalega gott.

No comments: