Lilypie Kids Birthday tickers

27.5.08

Tveggja ára!


Halló allir og gleðilegt sumar

Núna er ég orðinn tveggja ára og orðinn mjög duglegur að tala. Ég er alveg sjúkur í gröfur, strætóbíla, vörubíla, rútur og mótorhjól. Ég hrópa á mömmu og pabba í bílnum "sjáju sjáju" og bendi þeim á öll slík farartæki sem ég sé þegar við erum úti að keyra. Ég segi: gjava, djædó, vövubíll og fótóló (mótorhjól) og á eftir fylgir yfirleitt mikið dæs og vááá ásamt ýmsum bílahljóðum. Ég er líka farinn að tengja saman 2 til 3 orð, segi til dæmis: Stóji vövubíli úti (stóri vörubílinn úti).

Það var alveg rosalega gaman þegar ég hélt uppá afmælið mitt. Það voru hvorki meira né minna en 3 boð, eitt fyrir ömmur og afa, eitt í leikskólanum og eitt fyrir vini mína. Mér fannst þetta mjög mikil upplifun og var nú alveg að skilja að það væri eitthvað merkilegt í gangi. Ég var í marga daga fyrir og eftir afmæli að söngla, ammli í da ammli í da. Mér finnst svakalega gaman að syngja og kann mörg lög. Gamli Nói er í miklu uppáhaldi en ég kann einnig litalagið. Mömmu finnst svo fyndið þegar ég segi fastur í staðin fyrir svartur.

Hérna er myndband úr veislunni í leikskólanum.



Mér finnst mjög merkilegt að uppgötva að mamma og pabbi heita ekki bara mamma og pabbi, og ég kalla oft og iðulega á þau með nafni þegar ég þarf að ná sambandi. Ég er duglegur að kíkja í heimsókn til ömmu og afa og fór núna um síðustu helgi með ömmu Sigrúnu og afa Gunnari í Syðri Bót þar sem þau eru að byggja sumarbústað. Amma á eftir að láta mömmu hafa myndir frá þeirri ferð en hérna til hliðar eru myndir frá febrúar, mars og apríl.

Ef þið vitið ekki notendanafnið og lykilorðið að myndunum sendið þá póst á mömmu á helgarun hjá gmail.com.

Knús, Hlynur

No comments: